Heimskautin heilla

Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði
Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði
Safnið_yfirlitsmynd
Séð yfir „messann“ ásamt svipmyndum úr ævi Charcots.
IMG_15051-750x500
Portrett af Charcot og líkan af Pourquoi-Pas?

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum í samvinnu við Sandgerðisbæ og fleiri aðila stendur fyrir sýningunni „Heimskautin heilla“ í Þekkingarsetri Suðurnesja.
Sýningin er í tveimur nýjum sölum þar sem líkt er eftir brú og káetu í skipi frá tíma heimskautafarans. Hún var opnuð 25. febrúar 2007. Sýningunni er ætlað er að varpa ljósi á ævi og starf þessa merka manns. Þar hefur verið leitast við að endurskapa það magnaða andrúmsloft sem ríkti um borð í rannsóknaskipunum á sínum tíma, en hún er þannig hönnuð að gestir eiga að fá á tilfnninguna að þeir komi um borð í Pourquoi-Pas? Sýningin er bæði fyrir unga og aldna og þar er margvíslegur fróðleikur í máli og myndum um ævi Charcots og störf settur fram á lifandi hátt. Fyrstu mánuðinavoru þar til sýnis margir merkir munir frá Musée de la Marine í París, þar á meðal skjöldur af þilfari Pourquoi-Pas? með einkunnarorðum franska flotans „Honneur et Patrie“ (Heiður og föðurland“.
20150923_123844Barnabarn Charcots, frú Anna-Marie Vallin-Charcot, hefur lagt sýningunni lið með ýmsu móti, m.a. gefið persónulega muni og skjöl til hennar sem ekki hafa verið sýnd áður. Ennfremur leggja Byggðasafnið Görðum, Byggðasafn Suðurnesja og fleiri aðilar til muni. Frá því sýningin var opnuð hafa ýmsir merkir munir bæst við hana, svo sem hásetatreyja, líkan af Pourquoi-Pas?, kayak sem Charcot var gefinn, portrett af honum, lágmynd af honum og fleira.

Michel Rocard (annar fv), fyrrverandi forsætisráðherra Fakklands og sendiherra Frakklandsforseta í málum heimskautanna, skoðar sýninguna
Michel Rocard (annar fv), fyrrverandi forsætisráðherra Fakklands og sendiherra Frakklandsforseta í málum heimskautanna, skoðar sýninguna

Hönnuður sýningarinnar er Árni Páll Jóhannsson, Gagarín ehf sá um framkvæmd hennar, Potemkin hönnun ehf sá um smíðar á innréttingum, skipulag og grafísk hönnun var í höndum Róberts Guillemette, en handrit sýningarinnar skrifaði Friðrik Rafnsson. Reynir Sveinsson hafði umsjón með staðarframkvæmdum. Í verkefnisstjórn sitja þeir Jörundur Svavarsson og Friðrik Rafnsson.
Styrktaraðilar eru Hitaveita Suðurnesja, Sparisjóðurinn í Keflavík, Sandgerðisbær og Háskóli Íslands.
Hér er um að ræða glæsilega sýningu um þennan stórmerka heimskautafara, leiðangursstjóra og lækni sem jafnframt er nokkurs konar holdgervingur langvinnar og góðrar vináttu milli Íslendinga og Frakka, enda var opnun sýningarinnar hluti af menningarhátíðinni Pourquoi-pas?

Sýningin er til húsa í Þekkingarsetri Suðurnesja Garðvegi 1 í Sandgerði


Opnunartími 

2. maí – 31. ágúst.
Mánudaga – föstudaga: 10:00 til 16:00
Laugardaga og sunnudaga: 13:00 til 17:00
Sveigjanlegir opnunartímar í boði fyrir hópa.

1. september – 1. maí
Sveigjanlegir opnunartímar í boði fyrir hópa.

Information in English

Nánari upplýsingar í síma 423-7555 eða tölvupósti: thekkingarsetur@thekkingarsetur.is