Æviatriði

Jean-Baptiste_Charcot

Helstu æviatriði

1867: 15. júlí : Fæðist í Neuilly-sur-Seine, úthverfi Parísar

1876 -1885:  Stundar nám í Alsaceskólanum og lýkur þaðan stúdentsprófi frá náttúrufræðideild.

1888: Herþjónusta í Alpaherdeild franka hersins.

1891: Kemst í gegnum inntökupróf í læknisfræði.

1892: Byrjar að vinna sem læknanemi á Salpêtrièresjúkrahúsinu. Faðir hans gefur honum skútuna Courlis.

1893: Courlis víkur fyrir annarri smáskútu sem hann lætur smíða í Bordaux, fyrstu skútunni sem bar nafnið Pourquoi Pas? no. 1 sem hann notaði fram til ársins 1896. Faðir Jean-Baptiste Charcot deyr. Hann vinnur áfram á Salpêtrièresjúkrahúsinu.

1895: Lýkur læknanámi og fær læknaleyfi. Dóttir hans, Marie-Louise (Marion), fæðist.

1896: Kvænist Jeanne Hugo, barnabarni rithöfundarins Victors Hugo. Kaupir gólettu sem hann nefnir Pourquoi pas ? no. 2.

1897: Selur gólettuna og kaupir málmskútu sem nann nefnir á ný Pourquoi Pas ? Hættir á Salpêtrièresjúkrahúsinu og fer að vinna á Pasteur stofnuninni.

1898: Siglir upp Nílarfljót.

1899: Kaupir aftur Pourquoi Pas ? nr. 2. Móðir Jean-Baptiste Charcots deyr.

1900: Siglir umhverfis Írland og hreppir á köflum verstu óveður.

1901: Vísindaleiðangur þar sem unnið er að rannsóknum í veðurfræði og líffræði, farið til Hjaltlandseyja, Suðureyja og Færeyja á gólettunni Pourquoi Pas? Hann gefur út kennslubók í siglingum handa almenningi, grundvallarrit skemmtisiglingafólks allt fram til síðari heimsstyrjaldarinnar.

Selur Pourquoi Pas ? nr. 2 og kaupir málmgóelettuna Rose Marine. Flotamálaráðuneytið felur honum að kanna hvernig Færeyingar standa að hvalveiðum við Jan Mayen.

1903: Francais, fyrsta heimskautaskip Charcots, sjósett í Saint-Malo. Hann hafði í hyggju að kalla skipið Pourquoi pas? en nefnir það Français af þjóðernisástæðum, enda höfðu Belgar áður gert út leiðangursskipið Belgica.

1903-1905: Charcot og félagar fara á Français til Suðurskautsins. Þetta er fyrsti leiðangur Frakka til suðurskautsins frá því Dumont d’Urville fór þangað 1837-1840.

1905: Français er það illa farið eftir dvölina við suðurskautið að ekki er talið ráðlegt að reyna að sigla því yfir Atlantshafið. Ríkisstjórn Argentínu kaupir skipið og leiðangursmenn halda heimleiðis með farþegaskipinu Algérie. Skilur við fyrri eiginkonu sína, Jeanne Hugo.

Charcot og Marguerite Cléry
Charcot og Marguerite Cléry

1907: Kvænist Marguerite Cléry  (kölluð Meg). Hún er listmálari og teiknari, fór með honum í nokkra leiðangra og studdi hann alla tíð með ráði og dáð. Í árslok fæddist þeim dóttir, Monique.

1908:  Þann 18. maí var Pourquoi pas? nr. 4, það skip sem flestir þekkja undir því nafni, sjósett í Saint-Malo í Bretagne.

1910: Annar leiðangur Charcots á suðurpólinn. Farið var á Pourquoi pas ? sem var mun stærra og betur búnara skip en farið var á í fyrri leiðangurinn, enda fullkomasta rannsóknaskip þessa tíma. Þegar komið var til baka úr leiðangrinum var það notað sem hafrannsóknastofa á vegum Náttúrugripasafnsins í París, undir stjórn Charcots.

1911: Þeim hjónum fæðist önnur dóttir, Martine.

1913: Kosinn forseti franska siglingaklúbbsins, Yacht Club de France, og gegndi því embætti í tuttu og þrjú ár.

1914: Pourquoi Pas ? var í árlegum rannsóknaleiðangri þegar styrjöldin skall á og var skipað að hraða sér til Cherbourg til að vera losað. Charcot er kallaður til herþjónustu sem læknir.

1915: Breska flotamálaráðuneytið felur honum að stjórna skipi sem hefur það hlutverk að lokka til sín óvinakafbáta og tortíma þeim. Hann nefnir það Meg.

1916 – 1918: Þrjú farskip sem voru gildrur fyrir kafbáta voru smíðuð samkvæmt hugmyndum sem Charcot hafði þróað. Pourquoi Pas ? var lánað til siglingaskóla Lorient. Þegar friðarsamningarnir voru undirritaðir var Pourquoi Pas ? fært í upprunalegt horf. Kennslumálaráðuneytið og franski flotinn ákveða í sameiningu að gera skipið út með hernaðarlegum hætti á hverju ári.

Charcot1

1919: Hlýtur stöðuhækkun í flotanum, færist úr því að vera lautinant í að vera yfirlautinant í varaliði flotans.

1920: Nefndur undirkafteinn. Pourquoi Pas? hefur aftur rannsóknaleiðangra. Í júlímánuði hvert ár leggur skipið úr heimahöfninni, Saint-Malo, út í Ermasundið, í Miðjarðarhafið og á norðurslóðir allt til ársins 1925.

1921: Charcot tekst að komast tvisvar upp á Rockall klettinn í Atlantshafinu og ná bergsýnum sem verða til þess að kollvarpa fyrri hugmyndum manna um það. Gerist meðlimur í Akademíu sjóhersins.

1923: Gerður að kafteini í sjóhernum.

1925: Leiðangur til Jan Mayen og Austur-Grænlands (Scoresby-sunds).

1926: Kosinn í vísindaakademíuna. Honum er falið að stjórna leiðangri til Jameslands (norðurstrandar Scoresby-sunds). Sökum aldurs er hann ekki lengur skipherra, heldur titlaður leiðangursstjóri hjá sjóhernum. Varaforseti franska landfræðifélagsins, Société de Géographie.

1927: Elsta dóttir hans, Marie-Louise (Marion), sem hann eignaðist á yngri árum, deyr.

1928: Tekur þátt í leit að undirkafteininum René Guilbaud (1890-1928) og norska leiðangursstjóranum Roland Amundsen (1872-1928). Mennirnir tveir týndust þegar þeir voru sjálfir að leita að ítalska hershöfðingjanum Umbergo Nobile (1885-1978) sem fór í ferð með loftskipinu Italia í maí 1928.

1930: Kosinn í frönsku læknaakademíuna.

1931:  Pourquoi Pas ? undirbýr dvöl franska heimskautaleiðangursins í Rosenvinge (í Scoresby-sundi á Grænlandi).

1934: Í ágúst fer Pourquoi Pas ? með leiðangur frá mannfræðisafninu í Trocadéro í París til austurstrandar Grænlands. Charcot lýtur franska riddarakrossinn.

1935: Mannfræðileiðangur safnsins í Trocadéro snýr til baka eftir fjórtán mánaða dvöl í Ammassalik. Dóttir hans, Monique, giftir sig í Saint-Servan.

Anne-Marie Valliln-Charcot við minnismerkið af afa sínum við Öskju, náttúruvísindahús Háskóla Íslands.
Anne-Marie Valliln-Charcot við minnismerkið af afa sínum við Öskju, náttúruvísindahús Háskóla Íslands.

1936: Fær fréttir af því að dótturdóttir hans, Anne-Marie, hafi fæðst í Chambéry, en hann sá hana aldrei. Að morgni 16. september ferst Pourquoi Pas? með allri áhöfn nema einum við Álftanes á Mýrum.