Claude ACARD

Líkan Claude Acard af Pourquoi-Pas?
Líkan Claude Acard af Pourquoi-Pas?

Haustið 2012 barst sýningunni Heimskautin heilla að gjöf nákvæmt og afar vel smíðað líkan af Pourquoi Pas? sem Claude Acard vann að árum saman.

Claude ACARD fæddist í Le Havre 15. maí árið 1922. Hann kvæntist Pauline Acard í febrúar 1947 í heimahéraði hennar í Júrafjöllunum.

Hann pantaði teikningar af skipinu og byrjaði á skrokknum 1947 en gerði hlé á smíðinni um langt skeið. Skrokkurinn var hafður til skrauts í herbergi sonar þeirra hjóna þar sem ýmsir munir sem tengdust sjóferðum voru geymdir.

Á árunum 1984 og 1985 lagði hann mikla vinnu í að finna gögn í bókasöfnum og bókabúðum sem eru sérhæfðar í öllu sem varðar siglingar og fann nauðsynlegar heimildir, tók frá herbergi heima hjá sér þar sem hann kom sér upp vinnuaðstöðu með þeim verkfærum og smátækjum sem til þurfti við smíðina.

Frú Acard heima hjá sér í Le Havre og  fyrir aftan hana líkanið af Pourquoi-Pas? og íslenski fáninn.
Frú Acard heima hjá sér í Le Havre og fyrir aftan hana líkanið af Pourquoi-Pas? og íslenski fáninn.

Þau hjónin fóru til St Brieuc og heimsóttu son skipstjórans Le Coniat, (sem var skipstjóri á Pourquoi Pas? og fórst með Charcot leiðangursstjóra), á sýningu um Charcot í St Malo, og heimsóttu herra og frú Vallin-Charcot í Neuilly.

Dag einn var honum tilkynnt að hann væri kominn með „langvarandi og erfiðan sjúkdóm“ og ákvað þá að einbeita sér alfarið að því að smíða líkanið. Hann vann sleitulaust að því frá árslokum 1985, af þolinmæði, af ástríðu, því hann vildi að hvert smáatriði væri alveg hárrétt og hann smíðað algerlega allt sjálfur utan eina smákeðju.

Árið 1987 fóru allir kraftar hans í baráttuna við krabbameinið og að ljúka við Pourquoi Pas ? Hann lést þann 4. júlí 1988. Þegar hann var jarðaður var þessu síðasta verki hans, skipinu sem hann hafði náð að ljúka við, stillt þar upp.

Barnabörn þess sem smíðaði líkanið, Anne Lemarcis og Nicolas Acard, ásamt dótturdóttur Charcots, frú Vallin-Charcot.
Barnabörn Claude og Pauline Acard, Anne Lemarcis og Nicolas Acard, ásamt dótturdóttur Charcots, frú Vallin-Charcot

Hann langaði til að líkanið færi á safn. Það var því að ósk hans sem eftirlifandi eiginkona hans, Pauline Acard, gaf sýningunni Heimskautin heilla líkanið. Þar sem  hún treysti sér ekki sjálf til Íslandsferðar fól hún tveimur barnabörum sínum, Anne Lemarcis og Nicolas Acard að hafhenda það fyrir sína hönd þann 18. september 2012.