René-Yves Creston

IMG_2439Vorið 2014 berst sýningunni Heimskautin heilla vegleg gjöf: mynd af Charcot sem listamaðurinn  gaf Hermanni Jónassyni sem þá var lögreglustjóri og síðar forsætisráðherra um árabil. Myndin er ekki dagsett en Creston var um borð í Pourquoi-Pas? frá 1933 til 1936. Hún er hins vegar árituð til Hermanns með kveðju frá listamanninum. Það voru þau Edda Guðmundsdóttir, ekkja Steingríms Hermannssonar fyrrverandi forsætisráðherra og sonur Hermanns Jónassonar, og Guðmundur Steingrímsson, barnabarn Hermanns og alþingismaður, sem afhentu myndina.

F.v: Guðmundur Steingrímsson og Edda Guðmundsdóttir, við afhendingu myndarinnar af Charcot
F.v: Guðmundur Steingrímsson og Edda Guðmundsdóttir, við afhendingu myndarinnar af Charcot

Hver var listamaðurinn?
René-Yves Creston (1898-1964) var myndlistarmaður, mannfræðingur og andspyrnuhetja í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var frá Bretagne í Norður-Frakklandi og var alla tíð mikill talsmaður bretónskrar menningar og tungu. Áhugi hans á norðurslóðum kviknaði árið 1929 þegar hann fór sem sjómaður frá Fécamp á Bretagneskaga til veiða við strendur Noregs, Íslands og alla leið norður við Svalbarða. Charcot þurfti skiljanlega alltaf að vanda vel valið á mannskapnum sem hann hafði með sér í vísindaleiðangrana. Creston hefur því verið mjög áhugaverður, mannfræðingur og myndlistamaður sem var með reynslu af siglingum á norðurslóðir. Charcot munstrar Creston um borð í Pourquoi-Pas? árið 1933 og hann er þáttakandi í leiðöngrum með Charcot í þrjú sumur. Hann gegndi því sem kallað var „peintre de la marine“ eða málari flotans sem var gömul hefð sem fólst lengi vel í að mála myndir og skissa það sem gert var og bar fyrir augu, en var síðan haldið áfram löngu eftir að ljósmynda- og kvikmyndatæknin kom til sögunnar.