Til marks um mikilvægi framlags Charots til vísindasögunnar má nefna að nýjasta hafrannsóknaskip frönsku hafrannsóknastofnunarinnar, Ifremer, nefnist Pourquoi-Pas? en með því vill franska vísindasamfélagið heiðra minningu Chartots og manna hans á fyrri hluta 20. aldarinnar.
Í Þekkingarsetri Suðurnesja er lítið safn tileinkað minningu Charcot og óslökkvandi þekkingarþrá og sýning sem ber yfirskriftina „Heimskautin heilla“. Þar eru sögulegt safn og nútímalegar vísindarannsóknir stundaðar undir einu þaki og unnið að öflun nýrrar þekkingar á lífríkinu í hafinu, unnið í anda Jean-Baptiste Charcots og samstarfsmanna hans sem lögðu lífið í sölurnar fyrir þekkingarleitina.